Katadyn frá Sviss sérhæfir sig í framsleiðslu á vatnssíum (filterum) og bæti/hreinsiefnum fyrir drykkjarvatn, hvort sem er fyrir útivistarfólk eða aðra notkun, svo sem í bátum, skipum og húsbílum.


Micropur efnið frá Katadyn drepur bakteríur í vatnstönkum. Efnið er vistvænt og eyðir gerlum, þörungum og ólykt úr neysluvatni. Silfurjónir í efninu halda vatninu góðu í allt að 6 mánuði. Efnið er einfalt og öruggt í notkun.

Skipavörur hafa einkum flutt inn Micropur Classic MC 50'000P og kemur þá efnið í 500 gramma pakningu. 1 gramm notast í hverja 100 lítra. Efnin eru einnig framleidd í smærri einingum. Sjá nánar á heimasíðu Katadyn.
Skipavörur ehf. Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfirði, sími: 568 3601, fax: 568 3602, netfang: skipavörur@simnet.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is