Skipavörur ehf. sérhæfir sig í sölu á efnavörum fyrir skip frá Drew Marine, svo sem tæringarefni í kæli- og ketilvatn, ryðvarnarefni í sjó- og vatnstanka, hreinsiefni fyrir varmaskipta, kælikerfi, eimara, ýmis bætiefni í eldsneytisolíu og umhverfisvænar sápur, einkum fyrir vélarúm. Einnig seljum við ýmsan tækjabúnað fyrir skip, svo sem austurskiljur og hreinsikerfi fyrir skólp og kjölfestugeyma.



Skipavörur ehf. var stofnað 1988 og samtímis var undirritaður umboðssamningur við Drew Marine og er þeirra framleiðsla einkum efnavörur til skipa.

Drew Marine var stofnað 1907 og hefur upp frá því verið leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á ketilvatnsbætiefnum, en frá 1938 hefur fyrirtækið þróað kælivatnsbætiefni fyrir dieselvélar með mjög góðum árangri sem og bætiefni í eldsneytisolíur, sjóeimara, örverur fyrir klóakgeyma, sápur allskonar og fyrir fimm árum keyptir fyrirtækið Mar Tec, sem framleiðrir ýmsan búnað fyrir vélarúm, svo sem DPA Diesel Performance Analyser, sem er nokkurskonar myndriti fyrir dieselvélar og er sett upp í PC tölvur, tæki til prófunar á smur- og eldsneytisolíum og hátíðniþvottatækjum fyrir vélahluti.

Í árslok 1996 gerðist Skipavörur ehf. umboðsaðili fyrir RWO Abwassertechnik GmbH í Bremen, sem er háþróað og leiðandi fyrirtæki í hreinsun og síun á vatni, svo sem kjölvatni frá skipum. Fyrirtækið framleiðir m.a. austurskiljur og BIOPUR hreinsikerfi fyrir skólp.

Síðan má nefna LMI, Liquid Metering Instruments, sem er framleiðandi á skömmtunardælum, rennslismælum og búnaði fyrir ketilvatnsbætiefni, t.d. mýkingarbúnað fyrir fæðivatn eimkatla.

Við má bæta efnavörum frá R-MC Power Recovery Ltd, sem eru sérhönnuð efni til hreinsunar á skipstúrbínum, þotuhreyflum og brunarúm dieselvéla.

Einnig eru seldar vörur frá Katadyn Producte AG, sem er sérhæft í framleiðslu á efnum og rafskautum til að koma í veg fyrir og eyða gerlagróðri í ferskvatni. Katadyn er einkum notað í skipum, bátum og hjólhýsum.

Að auki eru vörur frá fyrirtækinu Scalewatcher, sem er rafeindabúnaður til að afjóna vatn í pípulögnum, svo sem sjólögnum í skipum, heimaæðum fyrir hús og hindra útfellingar í varmaskiptum ofl.

Í mars 2002 var gerður samningur við POLAR International A/S í Noregi. Það fyrirtæki framleiðir og selur rafskautaúnað sem vinnur sem tæringarvörn fyrir kælivatn véla, eimkatla og kemur í veg fyrir útfellingu í varmaskiptum, húsalögnum o.fl.

Í nóvember 2002 var gerður samningur við fyrirtækið Team Tec í Noregi. Það fyrirtæki framleiðir einkum sorpbrennsluofna fyrir skip. Sorpbrennsluofnar geta verið einkar hentugtir þar sem þarf að flokka og safna saman öllu sorpi sem fellur til um borð í skipum. Með þessu er sorpið einfaldlega brennt. Fyrirtækið framleiðir einnig öryggisgler í vaktklefa í vélarúmi.

Skipavörur ehf. hefur haft með höndum þjónustu á varahlutum í Jets salerniskerfi frá Noregi.

Einnig hefur Skipavörur ehf. verið með þjónustu á varahlutum í búnaði á og við eimkatla frá fyrirtækinu Gestra í Þýskalandi, svo sem gufugildrur, vatnshæðarmæla o.fl.


Skipavörur ehf. Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfirði, sími: 568 3601, fax: 568 3602, netfang: skipavörur@simnet.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is